Kyle Walker fyrrum fyrirliði Manchester City segir að það hafi verið erfitt skref að kveðja félagið í janúar.
Walker vildi fá nýja áskorun á ferli sínum og samdi við AC Milan í janúar.
„Ég sagði Guardiola og þeim sem stjórna þarna að ég vildi fá að kveðja alla í matsalnum,“ sagði Walker.
Walker átti von á því að fá að hitta leikmennina en allir starfsmenn félagsins voru boðaðir á staðinn.
„Hann lét því alla starfsmenn félagsins vita, það voru 150 manns þarna sem ég var að kveðja. Þetta var stress fyrir mig, ég talaði við alla í þessari byggingu. Sama hvort það voru kokkarnir, þeir sem þrífa eða hvað sem þú gerðir.“
„Það er kona þarna Emma sem sér um að gefa þér mat og drykki, ég var gráti næst þegar ég var að ræða við hana. Ég heilsaði henni á hverjum degi og gaf henni faðmlag, ég sé þetta fólk ekki aftur.“