Úlfur Arnar Jökulsson fyrrum þjálfari Fjölnis las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfi, atvikið átti sér stað í febrúar. Hann ræðir málið í nýjum þætti af Þungavigtinni.
Tímasetningin á þessari ákvörðun Fjölnis vakti athygli en Úlfur gerði nýjan samning við Fjölni í október.
Ekki er algengt og nánast fáheyrt að þjálfarar séu reknir á miðju undirbúningstímabili.
„Þetta er nú bara þannig að á laugardegi er fyrsti leikur í Lengjubikar gegn Val, eftir hann fer ég heim og greini hann og klippa hann. Líka á sunnudeginum,“ segir Úlfur um aðdragandann að þessu í Þungavigtinni.
Hann fer svo í sína dagvinnu á mánudegi en í stuttri pásu sá hann á netinu að hann yrði rekinn.
„Ég mæti í mína dagvinnu að kenna á mánudag, kenna íþróttir. Í lítilli pásu les ég frétt á Fótbolta.net að þetta væri að fara að gerast, ég hélt að þetta væri ljótt slúður bara.“
Skömmu síðar varð Úlfi hins vegar ljóst að hann væri að missa starfið. „Ég fæ svo símtal frá formanninum og við fundum síðdegis þar sem þetta kemur í ljós, formaðurinn segir að það sé mikil neikvæðni í kringum meistaraflokki. Ég fékk pólitísk svör þegar ég leitaði, ég ætlaði ekki að gráta þetta til baka. Þeir völdu að fara aðra leið, ég tek því en var hissa á henni.“
„Fyrsta sem ég heyri um þetta er þessi frétt, ég hélt að það væri bara bull. Þetta voru vond vinnubrögð, ef þú tekur ákvörðun um að segja einhverjum upp þá áttu að gera það sem fyrst. Það á enginn að vita þetta sem á ekki að vita þetta.“