Það vakti nokkuð mikla athygli í síðustu viku þegar Hafliði Breiðfjörð stofnandi Fótbolta.net ákvað að selja vefinn sem hefur notið nokkurra vinsælda um margra ára skeið.
Hafliði hefur verið starfandi framkvæmdarstjóri vefsins en hlaupið í öll verk, hvort sem það er að skrifa fréttir eða mynda fótboltaleiki.
Sjö einstaklingar koma að því að kaupa vefinn af Hafliða og Magnúsi Má Einarssyni fyrrum ritstjóra vefsins sem átti lítinn hlut í honum.
Máté Dalmay fer fyrir hópnum og á 55 prósent í félaginu Fótbolti EHF sem heldur utan um reksturinn á vefnum. Aðrir eiga 10 prósent og minna.
Ekkert hefur verið gefið upp kaupverðið á vefnum en ljóst er að sú tala eru tugir milljóna, félagið var rekið með tæplega 5 milljóna króna hagnaði árið 2023 og átti þá 22 milljónir í eigið fé.
Eigendur Fótbolta.net.
55%
Dalmay Dynasty Investments ehf. (eigandi Máté Dalmay)
10%
AAT fjármál ehf. (eigandi Alexander Angelo Tonini)
10%
AQTP ehf. (eigandi Daði Janusson)
10%
Moonshadow Capital ehf. (eigandi Árni Þór Birgisson)
10%
Stjörnukíkir ehf. (eigendur Daníel Rúnarsson, 50%, og María Karlsdóttir, 50%)
5%
Miklós Dalmay