Real Madrid óttast að Antonio Rudiger fari í leikbann fyrir hegðun sína og missi af leikjum gegn Arsenal í Meistaradeildinni.
UEFA sagði í síðustu viku að sambandið væri að skoða hegðun Kylian Mbappe, Vinicius Jr, Antonio Rudiger og Dani Ceballos.
Þeir voru sagðir hafa hagað sér ósæmilega eftir sigur liðsins á Atletico Madrid í 16 liða úrslitum.
Mbappe átti að hafa gripið um skaufa sinn eftir sigurinn, Vini Jr fór að munnhöggvast við stuðningsmenn Atletico.
Það er hins vegar Rudiger sem er í hættu á að fá bann, hann var með ógnandi skilaboð og virtist hóta því að skera fólk á háls.
Fyrri leikur Real Madrid og Arsenal fer fram í næstu viku.