Heimir Fannar Gunnlaugsson stjórnarmaður KSÍ ræddi um veðmál og ábyrgð leikmanna og félaga á síðasta stjórnarfundi KSÍ.
Mikið hefur verið rætt um veðmál í kringum íslenska fótboltann undanfarið. Brot á veðmálareglum hafa reglulega komið upp undanfarin ár.
„Heimir Fannar ræddi um veðmál og ábyrgð félaga og leikmanna, um hvernig væri hægt að fræða leikmenn og aðra fulltrúa félaganna um gryfjurnar í veðmálum, og að félögin sjálf og leikmenn og/eða aðrir fulltrúar félaganna taki ábyrgð. ÍTF og KSÍ eru bæði með
verkefni í vinnslu og undirbúningi sem snúa að fræðslu um veðmál og veðmálafíkn,“ segir í fundargerð KSÍ.
Miklar umræður sköpuðust um þessi mál á á fundi stjórnar. „Margir stjórnarmenn tóku til máls, lýstu yfir áhyggjum sínum af þessum málum almennt, og fögnuðu því jafnframt að ýmis verkefni væru í bígerð.“
Íslandsmótið í knattspyrnu fer af stað um helgina og því þarf að hafa hraðar hendur til að koma fræðslunni á framfæri.