Ahmad Faqa 22 ára varnarmaður AIK í Svíþjóð hefur verið lánaður til FH.
Faqa þekkir íslenska boltann vel enda lék hann með HK fyrir tveimur árum.
„Þegar þessi möguleiki bauðst þá vorum við sammála um að Faqa væri leikmaður sem hentaði okkur vel. Hann er fljótur, áræðinn og góður í návígjum. Hann mun styrkja hópinn og við hlökkum til sjá hann klæðast FH-treyjunni.“ Sagði Davíð Þór Viðarsson
Landsliðsmaðurinn frá Sýrlandi var frábær í liði HK og hjálpaði liðinu að halda sér í deildinni það sumarið.
FH hefur verið í leit að miðverði og verður Faqa í þeirra herbúðum þangað til í lok júlí
Besta deildin byrjar um helgina og gæti Faqa spilað sinn fyrsta leik með liðinu þá gegn Stjörnunni.