Samantha Tarkowski eiginkona James Tarkowski hjá Everton hefur fengið morðhótanir eftir leik Liverpool og Everton í gær.
Eiginmaður hennar átti þar nokkuð grófa tæklingu á Alexis Mac Allister leikmann Liverpool, fékk hann gult spjald fyrir.
Liverpool vann 1-0 sigur en dómarasamtökin hafa eftir leik sagt frá því að reka hefði átt Tarkowski af velli.
Samanta birtir hótanir sem henni hafa borist á Instagram eftir leikinn. „Ég vona að eiginmaður þinn drepist,“ sagði í einum skilaboðunum.
Fleiri ljót skilaboð hafa verið send í gegnum samfélagsmiðla á hana.