Chelsea er komið upp í fjórða sæti ensku deildarinnar eftir góðan sigur á Tottenham í jöfnum og spennandi leik á Stamford Bridge.
Það var mikill hitti í leiknum eins og venjan er þegar þessir grannar í Lundúnum mætast.
Það var hins vegar Enzo Fernandez sem skoraði eina mark leiksins fyrir Chelsea í síðari hálfleik.
Bæði Tottenham og Chelsea skoruðu eftir það en VAR tók til sinna ráða og dæmdi bæði mörkin af.
Chelsea fer upp fyrir Manchester City í deildinni og í fjórða sætið en vandræði Tottenham halda áfram.