John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea tók þátt í maraþoni um helgina en fjölmennt hlaup fór fram í London.
Terry hefur ekki áður tekið þátt í slíku hlaupi en hann var á ágætis tíma.
Eins og þeir sem hafa tekið þátt í slíku hlaupi þá fylgja því oft verkir daginn eftir og Terry fann fyrir því.
Konan hans, Toni ákvað að nudda kappann daginn eftir og hafði Terry gaman af því.
„Toni að sjá um mig þennan morguninn, ég er stífur á öllum vitlausu stöðunum,“ sagði Terry við færsluna og átti þar við litla vin sinn.