Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers.
Telma var algjör lykilmaður hjá Blikum, sem urðu Íslandsmeistarar í fyrra, en fór svo til skoska stórliðsins í janúar.
Nú er hún mætt aftur á láni til næstu tveggja mánuði til að fá aukinn spiltíma.
Tilkynning Breiðabliks
Telma til Breiðabliks👏
Markmaðurinn Telma Ívarsdóttir mun leika með Breiðabliki næstu tvo mánuðina.Telma, sem varið hefur mark Breiðabliks undanfarin ár, kemur á láni frá skoska liðinu Glasgow Rangers, þar sem hún hefur verið undanfarna mánuði.
Telma hefur spilað 85 leiki í efstu deild, þar af 70 fyrir Breiðablik. Á síðasta tímabili lék Telma 20 leiki fyrir Breiðablik, þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Telma tryggði sér einnig Gullhanskan með glæsilegri frammistöðu.
Velkomin heim, Telma💚