Hin afar reynslumikla Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns, KR, sem er nýliði í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir KR. Anna Björk var síðast á mála hjá Val en er nú að snúa aftur eftir að hafa eignast barn.
Anna Björk á að baki 45 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og spilað fyrir lið eins og Inter og PSV erlendis.
Lengjudeildin hefst á laugardag og heimsækir KR Aftureldingu í fyrsta leik.