Samkvæmt Marca á Spáni hafa forráðamenn Real Madrid sett það í forgang að kaupa William Saliba varnarmann Arsenal í sumar.
Hrun liðsins undanfarnar vikur hefur orðið til þess að forráðamenn félagsins ætla í breytingar.
Félagið vonast eftir því að fá Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool í sumar.
Hvort Arsenal hafi einhvern áhuga á að selja Salliba er ekki vitað og talið ansi ólíklegt.
Marca segir líka að tveir miðjumenn í enska boltanum séu á lista Real Madrid en um er að ræða Sandro Tonalli hjá Newcastle og Alexis Mac Allister hjá Liverpool.