Paul Pogba er enn án félags en bann hans frá fótbolta rann út í mars en hann hefur ekki fundið sér nýjan vettvang.
Nú segir Athletic frá því að Pogba sem er 32 ára gamall sé í viðræðum við DC United í MLS deildinni.
Pogba féll á lyfjaprófi í september árið 2023 þegar hann var leikmaður Juventus.
Samningi hans við Juventus var rift í kjölfarið og hefur Pogba verið orðaður við hin ýmsu lið eftir það.
DC United þekkir það vel að hafa stjörnur í sínum röðum en Wayne Rooney var meðal annars leikmaður félagsins.