Fólk býst sennilega ekki við gæðamesta matnum þegar það skellir sér í veitingasölu knattspyrnuvalla á Englandi, en fæstir láta bjóða sér hvað sem er.
Stuðningsmanni utandeildarliðs Halifax leið beinlínis illa eftir að hafa borðað franskar með beikoni og osti yfir á heimavelli liðsins.
Hann birti mynd af herlegheitunum og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Þetta beikon er nánast á lífi,“ skrifaði einn.
Stuðningsmaðurinn hefur þó látið sig hafa það að borða máltíðina, sem hann greiddi því sem nemur tæpum þúsund íslenskum krónum fyrir.
Það er óhætt að segja að máltíðin sé ekki girnileg og beikonið sennilega lítið eldað. Sjón er sögu ríkari.