Arsenal er samkvæmt fréttum á Englandi að skoða það að fá Christopher Nkunku framherja Chelsea í sumar.
Þessi 27 ára gamli franski sóknarmaður hefur upplifað mjög erfiða tíma hjá Chelsea.
Nkunku kom til Chelsea frá Leipzig fyrir tæpum tveimur árum og hefur ekki náð flugi.
Hann var mikið orðaður við Manchester United í janúar en ekkert gerðist í þeim efnum.
Vitað er að Chelsea vill losna við hann í sumar og Arsenal leitar að sóknarmanni sem gæti á endanum orðið Nkunku.