Samkvæmt frétt Telegraph mun Liverpool fjárfesta hressilega í leikmannahópi sínum í sumar til að styrkja meistaralið sitt.
Telegraph segir að það verði í forgangi hjá Arne SLot að fá inn vinstri bakvörð og framherja í sumar.
Slot hefur ekki hrifist af Andy Robertson sem hefur misst þann mikla kraft sem einkenndi leik hans.
Búist er við að Darwin Nunez og Diogo Jota verði til sölu í sumar en Alexander Isak framherji Newcastle hefur verið nefndur til leiks.
Isak hefur verið besti framherji deildarinnar í vetur og myndi styrkja öflugt lið Liverpool.