Antonio Rudiger varnarmaður Real Madrid fór í aðgerð á hné í dag, meiðslin hafa hrjáð hann í marga mánuði.
Tímapunkturinn á aðgerðinni vekur athygli en Rudiger er á leið í langt leikbann.
Rudiger missti sig þegar Real Madrid tapaði í spænska bikarnum gegn Barcelona um helgina.
Ætlaði hann að ráðast á dómarann og kastaði í hann hlutum, er ljóst að Rudiger fær allt að tólf leikja bann.
Real Madrid ákvað því að senda hann undir hnífinn enda ljóst að tímabilið er úr sögunni en endurhæfing Rudiger verða um tveir mánuðir.