Arne Slot skrifaði söguna fyrir Liverpool í gær þegar hann gerði liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn.
Þetta var í tuttugasta skiptið sem Liverpool verður enskur meistari, hefur liðið nú jafnað árangur Manchester United.
Slot tók við Liverpool síðasta sumar en stuðningsmenn Liverpool komust flestir að því í gær að Arne er í raun gælunafn.
Hollenski stjórinn heitir í raun og veru Arend Martijn Slot en það nafn er lítið notað.
Hann hefur í mörg ár gengið undir nafninu Arne og kann vel við það en margir stuðningsmenn Liverpool sáu raunverulega nafn hans í gær.