West Ham þarf að kaupa Jean-Clair Todibo frá Nice á um 35 milljónir punda í kjölfar þess að liðið tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Ljóst er að nýliðar Southampton, Leicester og Ipswich falla. West Ham er í 17. sæti en þó öruggt um að halda sæti sínu.
Todibo gekk í raðir Hamranna á láni frá Nice síðasta sumar og var klásúla um að félagið þyrfti að kaupa miðvörðinn ef þeir héldu sér í deildinni, sem þótti nokkuð öruggt.
Kaupverðið er sem fyrr segir um 35 milljónir punda en þar af fær Barcelona 20 prósent, eða um 7 milljónir punda.
Todibo var áður á mála hjá Barcelona en Frakkinn var seldur til Nice árið 2021.