Þrátt fyrir að Robert Lewandowski sé enn að raða inn mörkum fyrir Barcelona er félagið farið að horfa til arftaka hans fyrir framtíðina.
Lewandowski er að eiga frábært tímabil með Börsungum, sem eru á toppi La Liga, búnir að vinna spænska bikarinn og komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Pólski framherjinn er þó orðinn 36 ára gamall og kemur að því að þurfi að fylla hans skarð. Nú segir Marca að Julian Alvarez, framherji Atletico Madrid, sé óvænt á blaði í þeim efnum.
Alvarez gekk í raðir Atletico frá Manchester City síðasta sumar í leit að stærra hlutverki. Hefur honum tekist afar vel til á sinni fyrstu leiktíð í höfuðborg Spánar.