Það eru töluverðar líkur á að markvörðurinn Ederson fari frá Manchester City í sumar samkvæmt Fabrizio Romano.
Hinn 31 árs gamli Ederson var frábær fyrir City í langan tíma en frammistaða hans hefur dalað á þessari leiktíð.
Nú er ekki ólíklegt að City skipti honum út í sumar, en Brasilíumaðurinn á ár eftir af samningi sínum í Manchester.
Félög í Sádi-Arabíu hafa sýnt honum mikinn áhuga í töluverðan tíma. Var hann nálægt því að fara til Sádí í fyrra og gætu þau skipti gengið í gegn nú í sumar.
🚨 Éderson has concrete chances to leave Manchester City in the summer transfer window, plan confirmed.
It was already close with Saudi Pro League one year ago… and Saudi clubs remain keen. 🇸🇦 pic.twitter.com/Rn3T2MAbvy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025