Samkvæmt heimildum 433.is er Dagur Örn Fjeldsted kantmaður Breiðablik á leið til FH á láni. Mun þetta ganga í gegn áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.
FH mun svo hafa forkaupsrétt á Degi að tímabilinu loknu. Dagur hefur verið hluti af U21 árs landsliði Íslands undanfarið og ætti að styrkja FH-liðið.
FH hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og er með eitt stig eftir fjórar umferðir í deildinni. Koma Dags er því mikilvæg innspýting inn í komandi baráttu.
Dagur fagnar tvítugsafmæli sínu í dag en hann fór á láni til HK hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli fyrir vaska framgöngu.
Hann hefur ekki komið við sögu í Bestu deildinni á þessu tímabili en lék í góðum sigri Blika á Fjölni í bikarnum. Hann fer nú á lán í Hafnarfjörðinn þar sem hann ætti að vera í lykilhlutverki.