Það eru auknar líkur á því að Ederson yfirgefi herbúðir Manchester City í sumar og er Sádí Arabía líklegasti áfangastaðurinn.
Ederson er sagður vilja prufa annað skref á ferli sínum en hann hefur reynst City frábærlega.
Markvörðurinn frá Brasilíu var nálægt því að fara til Sádí Arabíu fyrir ári síðan.
Miklar breytingar verða hjá City í sumar þar sem búist er við að margir fari og aðrir komi í þeirra stað.
Kevin de Bruyne er á förum þá er Kyle Walker að fara og búist er við að Jack Grealish leiti annað.
🚨 Éderson has concrete chances to leave Manchester City in the summer transfer window, plan confirmed.
It was already close with Saudi Pro League one year ago… and Saudi clubs remain keen. 🇸🇦 pic.twitter.com/Rn3T2MAbvy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025