Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gær, á fyrsta tímabili Arne Slot.
Liverpool vann Tottenham 5-1 og ljóst að Arsenal getur nú ekki náð toppliðinu, þó svo að fjórar umferðir séu eftir
Sem fyrr segir er Slot á sínu fyrsta tímabili, en hann tók við af Jurgen Klopp sem hætti óvænt í fyrra eftir níu góð ár.
Stuðningsmenn voru margir hverjir slegnir yfir tíðindunum af Klopp en hann sjálfur hafði alltaf fulla trú á liðinu til frambúðar, eins og hann sagði sjálfur fyrir um ári síðan.
„Félagið verður í góðum málum. Það er svo mikið af góðu fólki hér svo það verður allt í lagi og gott betur,“ sagði Klopp þá og það heldur betur varð úr.
„Það kemur einhver inn með stóra drauma, fullur orku og með ferskar hugmyndir. Sá mun leiða félagið inn í framtíðina og það verður frábært.“