Raphinha, leikmaður Barcelona, hefur verið orðaður við lið Al-Hilal undanfarið en hann hefur átt stórkostlegt tímabil á Spáni.
Raphinha myndi þrefalda eða fjórfalda laun sín með því að taka skrefið til Sádi – eitthvað sem hann hefði sterklega íhugað í fyrra.
Í dag er Raphinha á mjög góðum stað í lífinu og mun því að öllum líkindum frekar framlengja við Börsunga en að taka risatilboði frá Sádi í sumar.
,,Í gær var ákveðinn aðili sem sendi mér fréttina af þessu tilboði frá Sádi Arabíu,“ sagði Raphinha.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að ég hefði samþykkt þetta boð á síðasta ári. Ég var ekki á góðum stað andlega og þessi peningur hefði gjörbreytt mínu lífi og lífi fjölskyldunnar.“
,,Nú er ég alveg búinn að loka á þessa hugmynd um peninga og vil frekar ná árangri.“