Lið í Sádi Arabíu eru nú að horfa til Englands en frá þessu greinir miðillinn UOL.
Ónefnd lið í Sádi Arabíu eru að reyna að fá varnarmanninn Gabriel sem spilar með Arsenal og er gríðarlega mikilvægur.
Gabriel er í dag meiddur en hann hefur spilað 42 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og skorað fimm mörk.
Gabriel er samningsbundinn til ársins 2027 en hann er enn aðeins 27 ára gamall og á því nóg eftir af ferlinum.
Arsenal vill halda leikmanninum en ef rétt tilboð berst frá Sádi er aldrei að vita að Arsenal íhugi að selja.
Hvort leikmaðurinn sjálfur vilji færa sig um set er ekki vitað en hann hefur spilað hjá félaginu frá 2020.