Juan Mata hefur ekki upplifað of góða tíma hjá liði Western Sydney Wanderers í Ástralíu eftir að hafa samið í fyrra.
Mata er nafn sem flestir kannast við en hann lék með liðum eins og Valencia, Chelsea og Manchester United.
Mata var hjá United frá 2014 til 2022 og spilaði tæplega 200 deildarleiki en hélt til Tyrklands árið 2022.
Spánverjinn samdi við Wanderers árið 2024 en hefur lítið sem ekkert fengið að spila í undanförnum leikjum.
Mata hefur aðeins komið við sögu í fjórum af síðustu tíu leikjum Wanderers og var búist við að hann væri á förum í sumar.
Mata hefur aðeins skorað eitt mark í 18 leikjum í heildina en þrátt fyrir það er hann líklega að framlengja samning sinn við félagið.
Miðjumaðurinn er 36 ára gamall en hann er með tilboð á borðinu frá félaginu og mun líklega samþykkja að framlengja til 2026.