Það er víst ákveðið að Belginn eftirsótti Kevin de Bruyne mun ekki færa sig til Ítalíu og semja við lið Como í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en hann segir að Como hafi ekki verið í neinum samskiptum við leikmanninn.
De Bruyne er á mála hjá Manchester City en hann mun yfirgefa félagið í sumar á frjálsri sölu eftir tíu ára dvöl.
Como var mikið orðað við De Bruyne á dögunum en miðað við orð Romano er lítið til í þessum sögusögnum.
Cesc Fabregas er stjóri Como sem getur alls ekki borgað sömu laun og lið í til dæmis Sádi Arabíu sem eru að sýna áhuga.