Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Valur tekur á móti Víkingi í Bestu deild karla á mánudag, en þarna snýr Gylfi Þór Sigurðsson til að mynda aftur á Hlíðarenda.
„Ef þeir mæta ekki til leiks þarna eru þeir meðvitundarlausir,“ sagði Hrafnkell um Valsara.
Mate benti á að leikmenn Vals verði nú að hafa alla einbeitingu á að standa sig innan vallar, ekki sé í boði að sýna sig á körfuboltaleikjum eins og undanfarin ár, þar sem Valur er úr leik þar.
„Það er pressa á Val í fótboltanum að vera góðir strax, koma sér í titilbaráttu, því Valur fór snemma út í körfuboltanum. Þeir geta ekki mætt í fínum fötum og verið courtside með allt niður um sig inni á vellinum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.