Enzo Maresca, stjóri Chelsea, neitar því að það sé honum að kenna að Cole Palmer sé alls ekki upp á sitt besta í dag en hann er leikmaður liðsins.
Palmer hefur ekki skorað í 17 leikjum í röð eftir frábæra byrjun á tímabilinu og virkar alls ekki sami leikmaður og hann var fyrr í vetur.
Maresca segir að hann hafi ekki breytt neinu varðandi leikskipulag Chelsea og að Palmer sé einfaldlega að eiga erfitt uppdráttar andlega.
,,Auðvitað er þetta andlegt. Ég held að þetta tengist leikskipulaginu ekki því Cole er sami leikmaður sem skoraði mörkin fyrir okkur í vetur,“ sagði Maresca.
,,Við erum að spila sama fótbolta og stjórinn er sá sami. Þetta er sama félag svo ekkert hefur breyst í kringum Cole.“
,,Þetta er bara andlegt í dag og þú getur séð það að hann er áhyggjufullur því hann vill hjálpa liðinu.“