Ryan Giggs hefur nefnt besta leikmann sem hann spilaði með hjá Manchester United og þeir voru heldur betur margir.
Giggs spilaði til fertugs en hann var allan sinn feril hjá United og nefnir Cristiano Ronaldo sem sinn besta samherja.
Giggs var hjá United er Ronaldo kom fyrst til félagsins árið 2003 og átti eftir að upplifa sex góð tímabil með leikmanninum.
Ronaldo er fertugur í dag og er talinn einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar af mörgum.
,,Hann er sá besti. Ég man eftir að hafa tæklað hann einn veturinn og stjórinn varð brjálaður,“ sagði Giggs en Sir Alex Ferguson var við stjórnvölin á þeim tíma.
,,Ég sagði að þetta hafi verið tækling og fékk svarið: ‘Ég veit það en passaðu þig, þetta er einstakur leikmaður.’
,,Fyrsta árið var erfitt fyrir Ronaldo og það var mjög sjáanlegt á æfingum, hann snerti boltann of oft og vegna þess var mikið sparkað í hann.“