Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Besta deild kvenna var til umræðu í þættinum, en tveimur umferðum er lokið.
„Mér finnst deildin jafnari en áður,“ sagði Hrafnkell, en sem stendur stefnir í spennu á toppi og botni.
Þá var Stjarnan tekin fyrir, en liðið er án stiga eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunjm.
„Stjörnuliðið er sjokkerandi lélegt og ég hallast að því að þær falli miðað við þetta,“ sagði Hrafnkell.
Ítarlegri umræða um Bestu deild kvenna er í spilaranum.
Umræðan í heild er í spilaranum.