Harry Kane verður ekki með í mjög mikilvægum leik Bayern Munchen um næstu helgi gegn RB Leipzig.
Leipzig er á meðal bestu liða Þýskalands en Bayern getur tryggt sér titilinn með réttum úrslitum í þessum leik.
Kane mun þó líklega fagna sínum fyrsta deildartitli á ferlinum en hann var áður á mála hjá Tottenham á Englandi.
Kane fékk gult spjald í sigri á Mainz í gær og tekur út eins leiks bann gegn Leipzig í næstu umferð.
Þetta er örugglega mikill skellur fyrir Kane sem væri til í að vera á vellinum er hann fagnar sínum fyrsta deildartitli.