Fyrrum markvörðurinn Victor Valdes er mættur aftur í boltann en hann hefur verið án starfs í bransanum undanfarin fjögur ár.
Valdes gerði garðinn frægan sem markvörður Barcelona en hann var hjá félaginu allan sinn feril alveg til ársins 2014.
Hann reyndi fyrir sér sem aðalþjálfari hjá liði Horta 2020-2021 en það lið leikur í sjöttu efstu deild á Spáni.
Valdes fékk símtal á dögunum og er nú mættur aftur og mun reyna að hjálpa liði Real Avila sem er í fjórðu efstu deild.
Þetta er aðeins annað starf Valdes sem aðalþjálfari en hann lagði skóna á hilluna fyrir átta árum síðan.