Lið í Sádi Arabíu er víst að undirbúa tilboð í markvörðinn Andre Onana sem spilar með Manchester united.
Frá þessu greinir Footmercato en liðið er nafngreint og heitir Neom SC og mun leika í efstu deild á næsta ári.
Samkvæmt fréttunum er félagið í alvarlegum viðræðum við Onana um að hann semji við félagið í sumar.
Onana hefur ekki staðist væntingar hjá United eftir komu frá Inter Milan og er mikið orðaður við brottför.
United gæti fengið góða upphæð fyrir Kamerúnann í sumar og er líklega opið fyrir því að selja.