Liverpool 5 – 1 Tottenham
0-1 Dominic Solanke(’12)
1-1 Luis Diaz(’16)
2-1 Alexis Mac Allister(’24)
3-1 Cody Gakpo(’34)
4-1 Mo Salah(’63)
5-2 Iyenoma Udogie(’69, sjálfsmark)
Liverpool er Englandsmeistari 2025 eftir virkilega öruggan og sannfærandi sigur á Tottenham í dag.
Liverpool dugði jafntefli til að tryggja titilinn en var í miklu stuði og skoraði heil fimm mörk á heimavelli.
Tottenham komst yfir eftir 12 mínútur en Liverpool svaraði með fimm mörkum og var staðan 3-1 í hálfleik.
Luis Diaz, Cody Gakpo og Mohamed Salah komust allir á blað og var Liverpool miklu sterkari aðilinn í leiknum.
Frábær árangur Arne Slot á sínu fyrsta tímabili en Liverpool er með 82 stig á toppnum.