Mate Dalmay, eigandi Fótbolta.net og körfuboltaþjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
KR hefur verið hvað skemmtilegasta liðið á að horfa í Bestu deild karla það sem af er mótið, en liðið hefur þó gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum.
„Ég er ekki viss um að það sé húmor fyrir því að eilífu hjá pöbbunum sem mæta á leiki og þeim sem setja peninga í þetta. Þeir nenna ekki að vera í sjöunda sæti og ungir og efnilegir,“ sagði Mate í þættinum og hélt áfram.
„Menn eru ekki að fara að skipta um þjálfara eftir þrjár umferðir en KR-veikin er raunveruleg. Þeir ætla ekki að reyna að sleppa bara við að vera í neðri hlutanum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.