Ange Postecoglou segir að hann hafi fengið þónokkur skilaboð frá stuðningsmönnum Tottenham í fyrra sem báðu hann um að tapa viðureign gegn Manchester City.
Ástæðan er einföld en Tottenham tapaði að lokum 2-0 sem hjálpaði City að vinna ensku úrvalsdeildina.
Stuðningsmenn Tottenham voru tilbúnir að fórna ýmsu fyrir það eina að Arsenal myndi ekki vinna úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 20 ár.
Ange segir að margir hafi komið að sér og sagt að Tottenham þyrfti að tapa gegn City sem gerðist að lokum en liðið gerði að sjálfsögðu allt mögulegt til að vinna þá viðureign.
,,Við enduðum í fimmta sæti á síðustu leiktíð, af hverju er það eitthvað stórslys ef við lendum í fimmta sæti? Það er eitthvað sem þið þurftuð að spyrja ykkur að á sama tíma í fyrra,“ sagði Ange.
,,Ég var beðinn um að tapa leik og að það væri rangt ef ég myndi vilja vinna leik. Ekki nóg með það þá hefur mín dvöl hérna verið stórslys og hún er það enn þann dag í dag samkvæmt mörgum.“