Arne Slot, stjóri Liverpool, hlær að þeim sögusögnum að Darwin Nunez sé ekki í byrjunarliði liðsins vegna klásúlu í hans samningi.
Greint var á því á dögunum að Nunez væri ekki að byrja leiki Liverpool því þá þyrfti félagið að borga Benfica fimm milljónir evra.
Það er alls ekki rétt að sögn Hollendingsins en Nunez hefur ekki byrjað fyrir Liverpool síðan 8. mars.
Möguleiki er á að Nunez sé á förum í sumar en Slot segist sjálfur ekki hafa vitað af þessari klásúlu.
,,Trúir þú alltaf því sem blaðamenn segja? Nei ekki alltaf? Ekki ég heldur,“ sagði Slot við blaðamanninn.
,,Stundum geturðu tekið mark á því sem er birt en stundum er betra að trúa því ekki sem er skrifað um leikmennina.“