Jack Grealish samdi við rangt félagt í Manchester að sögn goðsagnar félagsins Ryan Giggs.
Giggs ber Grealish saman við Angel Di Maria sem spilaði með United um tíma en var ekki notaður í réttri stöðu – það sama má segja um Grealish hjá Manchester City.
Grealish hefur haft hægt um sig undanfarna mánuði hjá City og virðist ekki vera að finna taktinn á vellinum.
Giggs telur að Grealish hefði hentað United vel en því miður fyrir þá ákvað Englendingurinn að velja City.
,,Angel Di Maria var leikmaður fyrir United, ég var á því máli. Á þessum tímapunkti vorum við hins vegar að spila demantakerfi svo hann lék vinstra megin. Hann hafði í raun aldrei spilað þessa stöðu,“ sagði Giggs.
,,Þetta er það sama með Grealish. Grealish var leikmaður fyrir Manchester United.“