Nottingham Forest er stórhuga fyrir næsta tímabil og horfir í það að kaupa eða þá fá stjörnuna Douglas Luiz á láni frá Juventus.
Ljóst er að Forest þarf að styrkja sig fyrir næsta tímabil en allar líkur eru á að liðið verði í Meistaradeildinni.
Luiz er leikmaður Juventus á Ítalíu en hann þekkir til Englands og lék áður með Aston Villa þar í landi.
Brassinn færði sig til Juventus árið 2024 en hann hefur ekki fengið lykilhlutverk eftir komuna frá Englandi.
Hingað til hefur Luiz aðeins byrjað þrjá leiki fyrir Juventus og er að horfa í kringum sig.