Liverpool ætlar strax í viðræður við varnarmanninn Ibrahima Konate eftir að hafa heyrt af áhuga Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Frá þessu greinir TeamTalk en Konate verður samningslaus eftir næsta tímabil og er orðaður við brottför.
Konate er franskur og gæti viljað snúa aftur til heimalandsins en Liverpool vill alls ekki missa hann frítt 2026.
Ef Konate ákveður að fara þá er Dean Huijsen hjá Bournemouth líklegur arftaki en hann hefur staðið sig virkilega vel í vetur.
Liverpool setur það þó í forgang að ræða við Konate um nýjan samning og vill halda honum í hjarta varnarinnar ásamt Virgil van Dijk sem skrifaði undur á dögunum.