Wrexham er búið að tryggja sér sæti í næst efstu deild Englands eftir leik við Charlton sem fór fram í dag.
Wrexham er orðið ansi frægt félag en liðið er í eigu leikarana Rob McElhenney og Ryan Reynolds.
Liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild Englands með 3-0 sigri á Charlton en liðið er fimm stigum á undan Stockport sem situr í þriðja sæti fyrir lokaumferðina.
Ljóst er að Wrexham vinnur ekki þriðju deild en Birmingham er á toppnum með 102 stig og á tvo leiki til góða.
Wrexham hefur verið á gríðarlegri uppleið undanfarin ár eftir komu nýrra eigenda og stefnir að því að spila í efstu deild fyrir 2028.