Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lætur það alls ekki fara í taugarnar á sér að leikmenn liðsins sem geta ekki spilað gefi öðrum ráð frekar en hann sjálfur.
Guardiola ræddi miðjumanninn Rodri sem hefur verið frá vegna meiðsla og mun ekki spila meira á þessu tímabili – að öllum líkindum.
Rodri er duglegur að gefa liðsfélögum sínum ráð á meðan hann getur ekki spilað sem er eitthvað sem Guardiola ýtir undir.
,,Ég elska það. Allir leikmenn sem eru meiddir og geta ekki spilað, ég leyfi þeim að vera þjálfarinn,“ sagði Guardiola.
,,Hann spilar aftarlega á miðjunni og hann veit nákvæmlega hvernig hann getur hjálpað öðrum í sömu stöðu.“