Margir Englendingar telja sig vita hvert Jamie Vardy er að fara eftir að hann kveður Leicester City í sumar.
Vardy er 38 ára gamall og hefur leikið með Leicester frá 2012 og er svo sannarlega goðsögn í augum stuðningsmanna félagsins.
Vardy hefur staðfest það að hann sé að kveðja eftir tímabilið en Leicester féll úr efstu deild.
Margir telja að Vardy sé að semja við lið Wrexham sem spilar í þriðju efstu deild en stefnir á að komast í næst efstu deild á næstu vikum.
Vardy þekkir það vel að spila í neðri deildum Englands en hann var hjá Fleetwood áður en hann hélt til Leicester í næst efstu deild.
Fólk heldur því fram að það sé ‘mjög augljóst’ að Vardy semji við Wrexham sem er ríkasta félagið í þriðju deildinni.