Ipswich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Newcastle sem fór fram á St. James’ Park nú í dag.
Ipswich tapaði þessum leik 3-0 en þurfti að spila manni færri frá 37. mínútu eftir rauða spjald Benjamin Johnson.
Það er því ljóst að Ipswich fer niður ásamt Southampton og Leicester sem léku einnig á sama tíma.
Southampton komst 1-0 yfir gegn Fulham á sama tíma en tapaði þeim leik að lokum 2-1 eftir sigurmark alveg í blálokin.
Annað sigurmark var skorað í blálokin á Amex vellinum þar sem Brighton lagði West Ham 3-2 í fjörugri viðureign.
Wolves vann þá öruggan sigur á Leicester á sínum heimavelli, 3-0.
Brighton 3 – 2 West Ham
1-0 Yasin Ayari(’13)
1-1 Mohammed Kudus(’50)
1-2 Tomas Soucek(’83)
2-2 Kaoru Mitoma(’89)
3-2 Carlos Baleba (’90)
Newcastle 3 – 0 Ipswich
1-0 Alexander Isak(’45, víti)
2-0 Dan Burn(’56)
3-0 William Osula(’80)
Southampton 1 – 2 Fulham
1-0 Jack Stephens(’14)
1-1 Emile Smith-Rowe(’73)
1-2 Ryan Sessegnon(’90)
Wolves 3 – 0 Leicester City
1-0 Matheus Cunha(’33)
2-0 Jorgen Strand Larsen(’56)
3-0 Rodrigo Gomes(’85)