Ange Postecoglou var mikill stuðningsmaður Liverpool á sínum æskuárum en hann er í dag stjóri Tottenham á Englandi.
Ange segir það skipta nákvæmlega engu máli í dag en hans menn spila við Liverpool á Anfield á morgun í mikilvægum leik.
Leikurinn er mikilvægur vegna þess að Liverpool getur tryggt sér titilinn með því að ná stigi á heimavelli gegn Ange og hans mönnum.
Sá ástralski viðurkennir að hafa stutt Liverpool í einhver ár er hann var yngri en bendir á að það séu um 50 ár síðan og að það skipti engu máli í dag.
,,Ég er sextugur fullorðinn maður og ég er ekki að hugsa um það sem ég elskaði í æsku. Það hefur nákvæmlega engin áhrif,“ sagði Postecoglou.
,,Auðvitað dáist ég að félaginu og já þetta er félagið sem ég elskaði þegar ég var yngri en það eru 50 ár síðan – við erum á öðrum tíma í dag.“