Manchester United hefur hafið viðræður við Atalanta um miðjumanninn Ederson. Fabrizio Romano segir frá.
Ederson er 25 ára gamall Brasilíumaður sem er lykilmaður hjá Atalanta, en United er í leit að miðjumanni fyrir sumarið.
Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við eftir að hann tók við síðasta haust og mun sennilega stokka hressilega upp í sumar.
Fleiri félög hafa þó áhuga á Ederson, þar á meðal grannar United í Manchester City. Kappinn er metinn á rúmar 40 milljónir punda samkvæmt Transfermarkt.