Amad Diallo er að snúa aftur í lið Manchester United, sem eru miklar gleðifréttir fyrir liðið.
Diallo var með betri mönnum í slöku United liði framan af leiktíð en hann meiddist í febrúar.
Var óttast að hann yrði frá út leiktíðina en svo verður ekki.
Diallo mun snúa aftur til æfinga eftir helgi og gæti því hjálpað United í síðustu leikjum tímabilsins.
United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er enn með í Evrópudeildinni, þar sem liðið mætir Athletic Bilbao í undanúrslitum næsta fimmtudag.