Jackson Rodriguez, knattspyrnumaður hjá Emelec í Ekvador, upplifði martröð á miðvikudagskvöld er eiginkonu hans og fimm ára syni var rænt á heimili hans.
Grímuklæddir menn réðust inn um miðja nótt og faldi Rodriguez sig undir rúmi. Þeir fundu hann ekki en lögregla í Ekvador hefur staðfest að eiginkona hans og fimm ára sonur hafi verið numin á brott.
Hinn 26 ára gamli varnarmaður liggur nú á bæn um að þau skili sér aftur heim, heil á húfi.
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna starfsemi glæpagengja, en þetta er alls ekki fyrsta svona tilfellið á þessu ári.